Ég heiti Atli Þór og hef fengist við ýmislegt um ævina en síðustu árin hef ég einbeitt mér að vefsíðugerð, kennslu og ráðgjöf. Ég á og rek WPskólann en þar legg ég áherslu á opinn hugbúnað, gerð kennsluefnis og einstaklingsmiðaða kennslu. Að mennt er ég iðnmeistari í rafeindavirkjun og nemi í opinberri stjórnsýslu við háskólann á Bifröst. Einnig hef ég setið fjölda námskeiða á ýmsum sviðum ásamt því að kenna bæði börnum og fullorðnum. Að undanförnu hef ég lagt æ meiri áherslu á GDPR og aðstoð og ráðgjöf við einstaklinga og fyrirtæki um aðlögun á því sviði.

Ég hef starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideild Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hef ég einkum sinnt kennslu, ráðgjöf og verkefnastjórnun en stefni að frekari menntun og staðfestingu til að mynda á GDPR þekkingu (CIPP frá IAPP) sem ég hef aflað mér á námskeiðum hérlendis

Frekari upplýsingar um mig má finna á Linkedln með því að smella hér.

Ég - Atli Thor
Scroll to top