Atli Þór heiti ég og er sjálfstætt starfandi M365 leiðbeinandi ásamt því að sinna kerfisstjórn og notendaþjónustu. Ég hef sinnt M365 kennslu hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ásamt því að vera verktaki hjá EHI, MSS, Framvegis og á fleiri stöðum. Samhliða þessu sinni ég kerfisstjórn og notendaþjónustu fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki.
Ég er iðnmeistari að mennt (Rafeindavirki) og hef ég setið fjölda námskeiða á ýmsum sviðum eins og GDPR, ISO27001 og ITIL. Nýlega lauk ég námi (Vor 2021) við Endurmenntun Háskóla Íslands í VOGL eða "Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun". Í kjölfarið tók ég próf til "D-Vottunar" hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.
Ég hef starfað við upplýsingatækni meira og minna síðan 1996. Fyrst um sinn sem kerfis- og vefstjóri og síðar sem deildarstjóri upplýsingatæknideild Íslandsbanka. Ég hef komið að hönnun og uppsetningu tölvukerfa, byggt vélasali og séð um innleiðingu á ferlum og stefnum. Varðandi kennslu hef ég einbeitt mér að M365 afurðum eins og "Teams & OneDrive", "Planner", "Excel" ásamt "SharePoint". Hafandi sagt þetta hef ég þó einnig kennt á fleiri afuðrir innan M365. Þar hef ég lagt áherslu á góðan undirbúning, verið með raunlæg dæmi og fjölbreytta flóru námskeiða.
Endurmenntun er eitthvað sem ég legg mikla áherslu á og leita því leiða til að bæta mig við mig þekkingu þegar færi gefst. Þess á milli finnst mér gaman að ferðast, stunda útivist og dunda mér við smíðar.
Frekari upplýsingar um mig má finna á Linkedln með því að smella hér. Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að senda mér línu.