Atli Þór heiti ég og er sjálfstætt starfandi M365 leiðbeinandi og ráðgjafi. M365 hét áður O365 en Microsoft breytti því í "Microsoft 365" með styttingu í M365. Ég hef sinnt M365 kennslu hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ásamt því að vera verktaki hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Ég er iðnmeistari að mennt (Rafeindavirki) og hef ég setið fjölda námskeiða á ýmsum sviðum eins og GDPR, ISO27001 og ITIL. Nýlega lauk ég námi (Vor 2021) við Endurmenntun Háskóla Íslands í VOGL eða "Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun". Í kjölfarið tók ég próf til "D-Vottunar" hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.

Ég hef starfað við upplýsingatækni meira og minna síðan 1996. Fyrst um sinn sem kerfis- og vefstjóri og síðar sem deildarstjóri upplýsingatæknideild Íslandsbanka. Ég hef komið að hönnun og uppsetningu tölvukerfa, byggt vélasali og séð um innleiðingu á ferlum og stefnum. Varðandi kennslu hef ég einbeitt mér að M365 afurðum eins og "Teams & OneDrive", "Planner", "Excel" ásamt "SharePoint". Hafandi sagt þetta hef ég þó einnig kennt á fleiri afuðrir innan M365. Þar hef ég lagt áherslu á góðan undirbúning, verið með raunlæg dæmi og fjölbreytta flóru námskeiða.

Endurmenntun er eitthvað sem ég legg mikla áherslu á og leita því leiða til að bæta mig við mig þekkingu þegar færi gefst. Þess á milli finnst mér gaman að ferðast, stunda útivist og dunda mér við smíðar.

Frekari upplýsingar um mig má finna á Linkedln með því að smella hér. Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að senda mér línu.

Atli Þór Kristbergsson
Scroll to top