Atli Þór heiti ég og er sjálfstætt starfandi kerfisstjóri, ráðgjafi og leiðbeinandi. Ég hef komið að hönnun og uppsetningu tölvukerfa, byggt vélasali og komið að innleiðingu á ferlum og gæðastjórnun. Ég kenni á opin hugbúnað svo sem WordPress, GIMP og Trello svo einhver séu nefnd. Einnig kenni ég á O365 afurðir eins og OneDrive, Outlook, Word / Excel, Teams og fleira, bæði sem grunn- og framhaldsnámskeið.

Að mennt er ég iðnmeistari í rafeindavirkjun og nemi í opinberri stjórnsýslu við háskólann á Bifröst. Einnig hef ég setið fjölda námskeiða á ýmsum sviðum eins og GDPR, ISO27001 og fl.

Ég hef starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideild Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hef ég einkum sinnt kennslu (Nú O365 kennsla), ráðgjöf og vefsíðugerð og trúi á að allir ættu að sinna eigin endurmenntun.

Frekari upplýsingar um mig má finna á Linkedln með því að smella hér. Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að sena mér línu.

Atli Þór Kristbergsson
Scroll to top