Atli Þór heiti ég og er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og leiðbeinandi. Ég hef komið að hönnun og uppsetningu tölvukerfa, byggt vélasali og komið að innleiðingu á ferlum og gæðastjórnun. Varðandi kennslu hef ég einbeitt mér að O365 afurðir eins og "OneDrive & Teams", "Outlook & OneNote", "Planner & ToDo", "Excel" ásamt "SharePoint" bæði sem grunn- og framhaldsnámskeið.

Ég er iðnmeistari að mennt (Rafeindavirki) og hef ég setið fjölda námskeiða á ýmsum sviðum eins og GDPR, ISO27001, ITIL og fl.

Ég hef starfað við upplýsingatækni meira og minna síðan 1996, fyrst um sinn sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideild Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hef ég einkum sinnt kennslu og ráðgjöf í notkun O365 með teymis- og hópvinnu með breyttum vinnubrögðum.

Endurmenntun er eitthvað sem ég legg mikla áherslu á og leita því leiða til að bæta mig við mig þekkingu þegar færi gefst. Þess á milli finnst mér gaman að ferðast, stunda útivist og dunda mér við smíðar.  Því má oftar en ekki má finna mig í skúrnum en þar má ýmislegt sem smíðað hefur verið svo sem ferðavagn eða yfirbyggða kerru en sjá má framvindu þess efnis hér.

Frekari upplýsingar um mig má finna á Linkedln með því að smella hér. Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að sena mér línu.

Atli Þór Kristbergsson
Scroll to top