Námskeið - Microsoft Teams, OneDrive & Planner
Microsoft Teams & OneDrive - Inngangur
Á þessu námskeiði er farið yfir bæði Microsoft Teams og OneDrive. Fyrst yfir OneDrive en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta innan teyma, varðveislu ganga og getum sótt gögn frá t.d. OneDrive.
Ekki er gerð nein krafa um að notendur þekki eða hafi notað M365 afurðir áður. Þó er gott að hafa aðgang að því en þó ekki nauðsynlegt.
Góður undirbúningur fyrir frekari námskeið eins og „Teams – Dagleg notkun“ eða „Teams & Planner – Verkefnastjórnun„
Microsoft Teams - Dagleg notkun
Á þessu námskeiði er farið yfir daglega notkun Microsoft Teams svo sem uppröðun teyma, festur, síur, bókamerki, skipanir, notkun á WiKi, tengingar við önnur kerfi, uppsetningu lista, samskipti við SharePoint, notkun sniðmáta, nýjar viðbætur og fleira.
Hér er áherslan á daglega notkun innan teyma, hvernig má fá meira út úr Teams en ekkert hvað séu teymi eða rásir.
Ekki er farið sérstaklega yfir hvernig stofna á teymi eða rásir né tilgang þeirra. Góður undirbúningur væri námskeiðið „Microsoft Teams & OneDrive – inngangur“.
Microsoft Teams & Planner - Verkefnastjórnun
Á þessu námskeiði er lítið farið yfir Microsoft Teams sjálft en rétt er að benda á námskeiðin „Teams & OneDrive – Inngangur“ og eða „Teams – Dagleg notkun“.
Microsoft Teams er notað til að halda utan um teymið, sem ber ábyrgð verkefninu, utan um verkefnið sjálft, samskipti, fundargerðir og önnur skjöl.
Með Microsoft Planner getur þú og teymið þitt sett upp áætlun, deilt út verkþáttum, átt í samskiptum ykkar á milli og séð framvindun verkþátta frá mælaborði. Haldið utan um fundargerðir, verið með upplýsingasíðu og fleira.
Microsoft 365 - Teams
Microsoft Teams, ásamt öðrum Microsoft 365 (M365) afurðum, hefur verið innleitt hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga enda frábær lausn til að halda utan um samskipti innan deilda eða sviða, verkefna, deila gögnum, taka fjarfundi, létt spjall (e. chat) og margt fleira.
Eftirfarandi námskeið eiga öll það sameiginlegt að Microsoft Teams er í forgrunni þeirra en mismunandi áherslur eru á hverju námskeiði fyrir sig.
Fyrsta námskeiðið, „Microsoft Teams & OneDrive – inngangur“ er hugsað sem inngangur að Microsoft Teams ásamt OneDrive. Gott námskeið fyrir þá sem eru að hefja notkun á M365. „Microsoft Teams – Dagleg notkun“ byggir á því sem kennt er í inngangingum en einbeitir sér að daglegri notkun innan teyma. Síðast en ekki síst er svo námskeiðið „Microsoft Teams & Planner – Verkefnastjórnun“ en þar er áherslan á að reka verkefni innan teyma.
Hafðu samband
Yfirlit
- M365 námskeið - Teams, OneDrive og Planner
- Fast verð upp að 20 manns
- Afsláttur ef þrjú eða fleiri námskeið eru tekin
- Hentar öllum fyrirtækjum, sveitarfélögum eða stofnunum