Innleiðing á nýjum lögum og reglum getur vafist fyrir mörgum svo ekki sé nefnt að flestum finnst það frekar leiðigjarnt. Ef þú vilt ekki þurfa hafa áhyggjur af vefnum þínum og nýju persónuverndarlöggjöfinni hafðu þá samband og ég aðstoða þig við úttekt, uppsetningu og frágang á því.

Miklar breytingar urðu með tilkomu nýrra laga (Nr. 90/2018) um meðferð persónuupplýsinga og vinnslu þeirra.

Markmið lagana er að stuðla að bættri meðferð persónuupplýsinga og farið sé í sam­ræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd ásamt friðhelgi einkalífs. Einnig að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

Rík áhersla er lögð á upplýsingagjöf til neytanda og mikilvægt að upplýsa þá um hverskyns upplýsingasöfnun, hverju er verið að safna og hvers vegna. Því ættu allir er reka vefsíður eða vefsvæði að benda notendum á hvað fótspor eða smákökur (e. cookies) séu.

Ekki er nóg að upplýsa neytandann um söfnunina heldur þurfa öll fyrirtæki að setja sér stefnu um meðferð þeirra, hversu lengi gögnin eru geymd og hverjir hafa aðgang að þeim svo fátt eitt sé nefnt.

Hér er búið að setja saman tvo pakka sem ættu að duga flestum sem eiga og reka vefsíður - ef ekki, hafðu samband og við finnum út úr því saman.

Pakki 1

Fótspor (e. cookies).

Hvað er innifalið:

 • Rýni á núverandi heimasíðu svo og hvaða fótspor (e. cookies) séu í notkun. (WordPress vefur)
 • Uppsetning viðbótar (e. plugin) og stilling á henni.
 • Aðlögun á borða svo sem lit, texti, staðsetning og fleira.
 • Gerð undirsíðu með upplýsingum um fótspor.
 • Virkja undirsíðu, tengja og prófanir.
 • Ábending séu þær einhverjar

Hentar vel þeim er vilja taka fyrstu skrefin vegna nýrra laga og með einfalda heimasíðu. 

Verð: 19.900 kr. + VSK

Pakki 2

Fótspor (e. cookies) & Persónuvernd.

Hvað er innifalið:

 • Rýni á núverandi heimasíðu svo og hvaða fótspor (e. cookies) séu í notkun. (WordPress vefur)
 • Uppsetning viðbótar (e. plugin) og stilling á henni.
 • Aðlögun á borða (e. banner) svo sem lit, texti, staðsetning og fleira.
 • Gerð undirsíðu með upplýsingum um fótspor.
 • Virkja undirsíðu, tengja og prófanir.
 • Fundur (45 mín) þar sem farið er yfir meðferð persónuupplýsinga.
 • Gerð persónuverndarsíðu og aðlögun.
 • Ábending séu þær einhverjar

Hentar vel þeim er reka vefverslanir eða með flóknari heimasíðu og vilja fá endurgjöf og aðstoð við aðlögun vegna nýrra laga um meðferð persónuupplýsinga. 

Verð: 39.900 kr. + VSK

Scroll to top