Hvað er CMS?

CMS er skammstöfun á “Content Management System” eða kerfi til efnisstjórnunar. CMS kemur oft fyrir þegar rætt er um hugbúnað á borð við WordPress, Joomla og Drupal svo einhver séu nefnd.

Tilgangur CMS er að einfalda útgáfu, flokkun og lagfæringar á efni sem ætlað er til birtingar á vefnum þar sem efni getur verið texti, myndir, myndbönd, skrár og fleira. WordPress eins og áður segir er CMS kerfi og heldur því utan um efnið sem sett er inn. Viðkomandi þarf að hafa til þess gerð réttindi og geta skráð sig inn. Hafi notandi full réttindi getur hann sett inn efni, lagfært annað og eytt öðru. Hann getur líka breytt útliti vefsins að vissu marki og það án þess að kunna neitt í forritun á borð við HTML, CSS eða Java. Þeir sem nota WordPress til að koma hugmyndum sínum, skoðunum eða þjónustu þurfa því ekki vita hvernig kerfið vinnur heldur treysta CMS fyrir því meðan þeir einbeita sér að efninu. Skýringarmynd PHP

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá árdögum vefsins þegar forritarar sáu um að útbúa vef og koma efni fyrir, lagfæra og breyta. Ef gera þurfti lagfæringar eða setja inn nýtt efni þurfti að treysta á forritara sem oft voru uppteknir við önnur störf og tímafrekt gat verið að finna hvar viðkomandi efni var geymt. CMS er ætlað að gera nákvæmlega þetta það er leyfa hinum venjulega notanda að setja upp og reka sinn eigin vef án þess að hafa sérstaka forritunarkunnáttu.

WordPress sem slíkt kostar ekkert og geta allir sótt það á wordpress.org en til að geta notað það til að halda utan um vef þarf viðkomandi að eiga lén svo og semja við hýsingaraðila um að gera lénið aðgengilegt fyrir aðra. CMS kerfi á borð við WordPress er talið vera ábyrgt fyrir 25% af öllum nýjum uppsetningum í dag. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum vefjum sem settir eru upp í dag nota WordPress efnisstjórnunarkerfi til að halda utan um efnið.
CMS er skammstöfun á “Content Management System” eða efnisstjórnunarkerfi.

Scroll to top