Hvernig virkar CMS?
WordPress er CMS kerfi en þau samanstanda af gagnagrunni, skráarsvæði og hýsingu eða vefþjóni. Að öllu jöfnu þurfa notendur ekki að hafa miklar áhyggjur hvernig CMS virkar en getur vissulega verið gott. CMS kerfi sem slík gera enga kröfu um tækni eða forritunarþekkingu. En ef við brjótum þetta aðeins niður og skoðum hlutverk hverrar einingar fyrir sig verður heildarmyndin kannski skýrari.
Gögnin.
Gögnin eða efnið er allt geymt í gagnagrunni. Hann geymir sem sagt efnið sem notandinn setur inn á vefinn og breytir engu hvort um er að ræða mynd, myndir, skrár, myndbönd eða texta í færslum. Allt efni er geymt í grunni óháð útliti og sett saman í hvert sinn sem um það er beðið. Því er mikilvægt að taka afrit af gagnagrunni hvort sem viðkomandi gerir það sjálfur eða kaupir þjónustu frá til dæmis hýsingaraðila til þess.
Skráarsvæði.
Skráarsvæði geymir upplýsingar um hvaða þema (e. themes) hafa verið virkjuð á viðkomandi uppsetningu og finnast ávallt á sama stað í WordPress eða undir möppunni “wp-content\themes” og fær hvert þema sína möppu. Nokkur þema koma sjálfkrafa með WordPress þegar það er sett upp og heita "twentyfifteen", "twentysixteen" og "twentyseventeen" þegar þetta er skrifað. Ef engin önnur þema hafa verið sett inn myndi eftirfarandi vera lýsandi fyrir uppsetninguna.
wp-content\themes\twentyfifteen
wp-content\themes\twentysixteen
wp-content\themes\twentyseventeen
Séu fleiri þemu virkjuð fjölgar möppum sem finnast undir "wp-content\themes" en góð regla er að hafa bara það þema sem virkt er uppsett. Einfaldlega eyða þeim þemum sem ekki er verið að nota.
Viðbætur er annað sem geymt er í skrám of finnast undir "wp-content\plugins" og fær hver viðbót sína möppu eins og
þemu. Sama á við um viðbætur og þemuþ.e. eingöngu þær viðbætur sem raunverulega er verið að nota ættu að vera virkar og til staðar.
Vefþjónninn.
Nú mætti spyrja sig hvernig úr verður vefur ef efni, útlit og virkni eru ekki geymt saman? Í tilfelli CMS þá sér vefþjónninn um þá vinnu og algengast er að nota "Apache" vefþjón þegar WordPress á í hlut þó vissulega sé hægt sé að nota vefþjón frá Microsoft er heitir IIS. Hlutverk vefþjónsins er sem sagt að taka efnið úr gagnagrunni, sækja þema og bæta við virkni frá viðbótum séu þær til staðar. Sú samsetning ræðst mikið af hvaða þema er virkt og hvaða stillingar hafa verið settar í bakenda WordPress. Vegna þessa aðskilnaðar leyfir CMS uppsetning því útskiptingu á þemanu, sem sér að mestu um útlitið, án þess að tapa efninu sem við munum að getur verið myndir, texti, myndbönd og fleira.
Það skal þó hafa í huga að eitt þema þarf ekki að vera eins uppbyggt og annað þó þeim sé ætlað að gera sambærilega eða eins hluti. Ef eitthvað af efninu birtist ekki eftir að hafa skipt um þema þarf ekki að óttast því ef skipt er til baka ætti allt að vera eins og það var.
WordPress hefur yfir að ráða tveimur megin einingum eða hlutum er hafa sitt hvorn tilganginn. Framendi eða forsíða er snýr að þeim er heimsækir vefinn og til þess gerðan bakenda til að setja inn efni, velja þema og framkvæma ýmsar stillingar.