Lagfæring á síðu.

Einföld vefsíða á ekki ekki að vera lengi að hlaðast, jafnvel á farsíma eða snjalltæki. Ef þig vantar rýni á hvað veldur eða aðstoð við lagfæringu þá get ég hjálpað. Dæmi um langan hleðslutíma gæti verið áskriftin hjá hýsingaraðila, óunnar og stórar myndir, viðbætur og fleira og fleira.

Það sem er innifalið er samantekt um það sem finnst, ábendingar um hvað mætti gera til að laga og hvers mætti vænta af þeim lagfæringum. Því lengra sem síðan er frá markhópnum því lengur er hún að hlaðast. Ef meirihluti viðskiptavina er til að mynda á Íslandi má ætla að hleðslutími vefsíðunnar væri betri ef síðan væri hýst hér á landi. Það þarf því að skoða ýmislegt áður en ákvörðun er tekin um framhaldið.

Ef þig grunar að síðan þín sé ekki að birtast eins og ætla mætti þá ekki hika við að hafa samband - Hægt er að hringja í 892 6262 eða smella hér til að senda skilaboð.

Einföld vefsíða
Scroll to top