Microsoft Teams og OneDrive – Inngangur
Á þessu námskeiði er farið yfir bæði Microsoft Teams og OneDrive. Fyrst yfir OneDrive en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta innan teyma, varðveislu ganga og getum sótt gögn frá t.d. OneDrive.
OneDrive
Með Microsoft OneDrive gefst tækifæri að geyma gögn miðlægt, deila þeim með öðrum og nýta sér útgáfustjórnun. Því má vista gögn í Microsoft OneDrive, vinna með þau frá mismunandi tækjum og deilt þeim með innri og ytri aðilum sé það heimilt.
Á þessu námskeiði er farið yfir hvað OneDrive er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að deilingu gagna, samvinnu og fleira.
Yfirferð:
- OneDrive vs. OneDrive 4Bussiness – Hver er munurinn?
- Hvað býður OneDrive uppá?
- Vistun á gögnum í OneDrive.
- Samvinna á gögnum í rauntíma.
- Deiling á gögnum frá OneDrive.
- Aðgangur að gögnum frá mismunandi tækjum.
- Afritun, endurheimtur og skjalastýring.
Teams
Microsoft Teams er frábær lausn til að halda utan um samskipti innan deilda eða sviða, verkefna, deila gögnum, taka fjarfundi, létt spjall (e. chat) og margt fleira. Með því fæst nýr vettvangur er leysir af hólmi eldri hugmyndir um samvinnu og samskipti. Samskipti eins og við þekkjum þau fara eru oftar en ekki í gegnum tölvupóst og því getur verið erfitt að koma nýjum aðilum inn í fyrri samskipti og fl.
Innan hvers teymis má svo setja upp rásir er endurspeglar skipulag eða umræðu í kringum ákveðin verkefni. Rásir geyma samskipti, gögn og annað en þar má líka bóka fundi, vera með hópspjall og setja á tengingar við önnur kerfi / lausnir. Frá spjalli (e. chatt) má ræða við einstaklinga eða smáan hóp utan tiltekinna hópa.
Á þessu námskeiði er farið yfir hvað Microsoft Teams er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að samskiptum, samvinnu, aðgengi gagna og fleira.
Góður undirbúningur undir önnur námskeið s.s. „Microsoft Teams – Dagleg notkun“ eða „Microsoft Teams & Planner – Verkefnastjórnun„.
Yfirferð:
- Hvað er Teams?
- Hvað býður það uppá?
- Umhverfi Teams – Er munur á?
- PC, MAC, veflægt.
- Hópar vs. rásir
- Hvernig stofna á hópa og rásir.
- Notendur, réttindi – Hvað má?
- OneDrive vs. SharePoint – geymslusvæði.
- Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams
- Munur á opnum hópum og lokuðum