Microsoft Teams & Planner – Verkefnastjórnun

Microsoft Teams, ásamt öðrum Microsoft 365 (M365) afurðum, hefur verið innleitt hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Frábær lausn til að halda utan um samskipti innan deilda eða sviða, verkefna, deila gögnum, taka fjarfundi, létt spjall (e. chat) og margt fleira.

Færri vita af Microsoft Planner og því sem það hefur fram að færa en með því má skipuleggja verkefni, útdeila verkþáttum, virkja áminningar og sjá framvindun verkefna frá mælaborði.

Microsoft Teams

Á þessu námskeiði er lítið farið yfir Microsoft Teams sjálft og treyst á að notendur hafi kynnst sér þá lausn með öðrum leiðum s.s. setið námskeiðin „Microsoft Teams & OneDrive – Inngangur“ og eða „Microsoft Teams – Dagleg notkun“. Hins vegar verður Microsoft Teams notað til að halda utan um teymið, sem ber ábyrgð verkefninu, utan um verkefnið sjálft, samskipti, fundargerðir og önnur skjöl.

Microsoft Planner

Með Microsoft Planner getur þú og teymið þitt sett fram áætlun um verkefni, deilt út verkþáttum, átt í samskiptum ykkar á milli og séð framvindun verkþátta frá mælaborði. Haldið utan um fundargerðir, verið með upplýsingasíðu og fleira tengt verkefninu.

Yfirferð:

 • Setja upp nýtt verkefnateymi í Microsoft Teams
 • Sækja og setja upp Microsoft Planner
 • Farið yfir verkefnaræs – Hugarflug
 • Notkun á hugarflugi fyrir verk (e. tasks)
  • Fötur, verk og fleira.
  • Setja ábyrgð
  • Virkja tímasetningar og setja áminningar
   • Hvar þær birtast
   • Hvernig má nálgast
  • Hengja ítarefni við verk
 • Notkun á Wiki í teyminu ásamt „Microsoft Teams lists“
 • Mælaborð
 • Skjölun á verkefninu & fundargerðir
 • Notkun á smáforritum fyrir iOS og Android
 • Og fl.

Fyrir hverja:
Microsoft Teams & Planner – Verkefnastjórnun er ætlað notendum Microsoft Teams en vilja nýta sér möguleika þess enn betur. Hér er áherslan á verkefni, verkefnastjórn og önnur samskipti innan verkefnateymis.

Aðrar upplýsingar:
Gott er að hafa aðgang að Microsoft Teams meðan á námskeiðinu stendur frá vinnustöð eða í gegnum vafra.

Microsoft Teams & Planner
Scroll to top