Ég heiti Atli Þór og starfa sem kennari hjá Viðskiptalausnum Advania. Við einbeitum okkur að kennslu og ráðgjöf til viðskiptavina okkar. Við bjóðum upp á kennslu í OneDrive, Outlook, Word / Excel, Teams og fleira. Erum með grunn-, framhalds- og sérfræðinámskeið. Mikill sveigjanleiki er í uppsetningu námskeiða hjá Advania en hvert og eitt fyrirtæki stjórnar uppröðun sinna námskeiða. Velja þau námskeið sem hentar því og ekki bundin af einni röð frekar en annarri. Við leggjum áherslu á að kenna námskeiðin hjá viðskiptavininum en þannig er minni ferðatími hjá starfsmönnum og ávinningurinn því meiri. Hafi fyrirtæki ekki tækifæri á að halda námskeið hjá sér bjóðum við upp á kennslustofu er tekur allt að 12 manns. Allt kennsluefni er innifalið og á íslensku nema annars sé óskað.

Að mennt er ég iðnmeistari í rafeindavirkjun og nemi í opinberri stjórnsýslu við háskólann á Bifröst. Einnig hef ég setið fjölda námskeiða á ýmsum sviðum ásamt því að kenna bæði börnum og fullorðnum. Hjá Advania gegni ég stöðu vörustjóra í Microsoft Office með áherslu á fræðslu til viðskiptavina Advania (O365 kennsla).

Ég hef starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideild Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hef ég einkum sinnt kennslu (Nú O365 kennsla), ráðgjöf og vefsíðugerð og trúi á að allir ættu að sinna eigin símenntun.

Frekari upplýsingar um mig má finna á Linkedln með því að smella hér. Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að sena mér línu.

Atli Þór Kristbergsson
Scroll to top