WordPress - Efnisstjórnun

WordPress - Efnisstjórnun er námskeið fyrir ábyrgðaraðila texta- og myndvinnslu, innsetningar á viðhengjum, hlekkjum svo og vísun í myndbönd. Á þessu námskeiði er farið sérstaklega vel yfir þessi atriði og helstu þætti þess. Settar eru fram hugmyndir og frumgerðir vefsins sem á að útbúa eða laga með tilliti til virkni og útlits. Við myndvinnslu er notast við hugbúnaðinn GIMP en það er eins og WP gjaldfrjáls hugbúnaður og virkar bæði á PC og MAC. Annar hugbúnaður kynntur til sögunnar sem gott er að hafa í verkfærakistunni. Rætt er um hvar sé best að koma efninu fyrir, leitarvélabestun og fleira.

Á námskeiðinu er vissulega farið yfir grunnþætti WordPress svo sem fram- og bakenda, heiti aðgerða, helstu stillingar og fleira. Farið er yfir innbyggða valmöguleika ásamt viðbótum sem notuð eru til að fá fram nýja virkni eða breyta þeirri sem fyrir er. Rætt er um mikilvægi leitarvélarbestun enda vilja flestir að það efni sem sett er inn finnist auðveldlega.

Að námskeiðinu loknu á nemandi að þekkja muninn á fram og bakenda kerfisins. Vera fær um að setja inn nýtt efni eins og texta og myndir. Meðhöndla og gera léttar lagfæringar á myndum ásamt því að útbúa merki og hnappa. Búa til nýjar undirsíður með efni og virkja þær á valstiku. Útbúa hlekki í efni sem geymt er á öðrum miðlum. Hafa skilning á leitarvélum og hvað sé rétt að varast.

Námskeiðið hentar vel:

Námskeiðið er ætlað þeim er bera ábyrgð á innsetningu efnis, daglegri umsýslu og útlitsbreytingum. Hentar vel þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru með vefinn sinn í hýsingu og vilja einbeita sér að útliti og efnismeðhöndlun vefsins. Á námskeiðinu er lítið sem ekkert er farið yfir þann hluta er kemur að kerfisrekstri, uppsetningu eða hýsingu vefsins.

Inntökuskilyrði:

Almenn tölvuþekking

Vélbúnaður:

Nemendur þurfa að mæta með eigin fartölvu á námskeiðið. Tegund vélbúnar skiptir ekki máli né hvort um sé að ræða PC (Windows) eða MAC (MAC OSx). Vélar þurfa þó að vera uppfærar og með nýlegt stýrikerfi. WPSkólinn getur aðstoðað nemendur með vélbúnað hafi þeir ekki kost á að koma með sinn eigin.

Vefsíður:

Boðið er uppá vefsvæði þar sem hver og einn nemandi vinnur í sínum bakenda og stjórnar þar með sínu vefsvæði. Nemendum er frjálst að notast við sinn eigin vef hafi þeir þannig aðgang. Ekki er þó mælst til að nemendur séu að breyta, setja inn og taka út efni á lifandi vef. Lifandi vefur gæti verið heimasíða fyrirtækis, vefverslun eða sambærilegt sem nú þegar er í rekstri.

Að loknu námskeiði:

Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja helstu hugtök, mun á fram og bakenda ásamt því að geta sett inn nýjar færslur, útbúið síður eða breytt eldra efni.

Farið er yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu:

  • Hver sé munurinn á fram og bakenda í WP.
  • Hver sé munurinn á færslu og síðu.
  • Hvað er þema og hvernig því er skipt út fyrir annað.
  • Hvað er innbyggt í kerfið og hvað séu viðbætur.
  • Geta klippt til og gert minniháttar lagfæringar á myndum í GIMP.
  • Útbúið hnappa eða merki í GIMP.
  • Að velja staðsetningar fyrir efni svo sem myndir, sleða og stjórnstiku.
  • Skilja innbyggða ritþórinn og setja inn viðbót ásamt stillingum.
  • Að geta sett inn myndir, hlekki og bjóða uppá niðurhal eins og .pdf skjöl.
  • Að allt efni sé sett rétt inn svo það hjálpi til við leitarvélarbestun.

Lengd námskeiðs:

14 klukkustundir (22 kennslustundir)

Verð:

Hafðu samband - Smellið hér.

WordPress – Lýsing

WordPress er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi eða efnisstjórnunarkerfi í dag. Óháðar mælingar sína að ein af hverju fjórum nýjum heimasíðum séu gerðar í WP. WordPress kom fyrst fram um aldarmótin síðustu sem lausn fyrir almenning til að koma sínu efni á framfæri í formi færslna eða að “Blogga”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan WP kom fyrst út og á fátt sameiginlegt með forvera sínum. Fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir, borgir og bæir nýta sér WordPress til að koma sínum upplýsingum á framfæri.

Scroll to top