WordPress – Síðusmiður

“WordPress – Síðusmiður” er stutt en hnitmiðað námskeið þar sem nemendur læra á viðbótina “PageBuilder” frá “SiteOrigin”. Nemendur verða að kunna á WordPress til að námskeiðið nýtist en ekkert er farið í grunnatriði þess – Eingöngu verður farið yfir smiðinn og viðbætur tengdar honum.

Námskeiðið hentar vel:

Námskeiðið er ætlað þeim er þegar þekkja WordPress en vilja læra á smiðinn frá “SiteOrigin” – Hægt er að sækja hann hér.

Inntökuskilyrði:

Kunna á WordPress þ.e. rata um bakenda og kunna helstu hugtök.

Vélbúnaður:

Nemendur þurfa að mæta með eigin fartölvu á námskeiðið. Tegund vélbúnar skiptir ekki máli né hvort um sé að ræða PC (Windows) eða MAC (MAC OSx). Vélar þurfa þó að vera uppfærar og með nýlegt stýrikerfi.

Að loknu námskeiði:

Eiga nemendur að vera færir um að setja upp einfalda síðu með síðusmið og viðbótum.

Farið er yfir eftirfarandi á námskeiðinu:

  • Hvað er síðusmiður – “PageBuilder frá SiteOrigin”
  • Hvað er hægt að gera?
  • Læra á helstu stillingar svo hægt sé að fá sem mest út úr honum.
  • Sækja aðrar viðbætur er tengjast smiðnum og nýtast vel.
  • Geta sett upp vefsíðu og nota til þess smiðinn

Lengd námskeiðs:

6 klukkustundir (9 kennslustundir)

Verð:

Hafðu samband - Smellið hér.

WordPress – Lýsing:

WordPress er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi eða efnisstjórnunarkerfi í dag. Óháðar mælingar sína að ein af hverju fjórum nýjum heimasíðum séu gerðar í WP. WordPress kom fyrst fram um aldarmótin síðustu sem lausn fyrir almenning til að koma sínu efni á framfæri í formi færslna eða að “Blogga”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan WP kom fyrst út og á fátt sameiginlegt með forvera sínum. Fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir, borgir og bæir nýta sér WordPress til að koma sínum upplýsingum á framfæri.

 

Scroll to top