Hvers vegna?

Skemmtileg kennsla

Sérhæfir sig í opnum gjaldfrjálsum hugbúnaði á borð við WordPress og GIMP. WPSkólinn leggur mikla áherslu á persónulega kennslu og því fer öll kennsla fram í litlum hópum svo og einkakennslu hjá viðkomandi. Nemendur nýta sinn eigin vélbúnað og breytir engu hvort um sé að ræða PC (Windows 7, 8 eða 10) eða MAC (OSX) en mikilvægt er að það hafi verið uppfært nýlega. WPSkólinn ferðast á milli landshluta og heldur námskeið þar sem þess er óskað. Þó skólinn sé smár hefur umrætt efni verið kennt áður og líkaði nemendum vel. Við erum sannfærð um að svo verði áfram á nýjum stað og bjóðum nýja nemendur velkomna.

Hvað er í boði?

Kennsla á opin hugbúnað

Gjaldfrjáls hugbúnaður á borð við WordPress, GIMP, Trello, SketchUp svo eitthvað sé nefnt. Gerð kennsluefnis fyrir umrætt efni ásamt ítarefnis. Lögð er áhersla á vandað mál og einfaldar leiðbeiningar svo ef villa eða tvær læðast inn þá væri gott að fá athugasemd um það. Hægt er að senda okkur póst með því að smella hér.

Þau námskeið sem hafa verið hvað vinsælust eru WordPress en boðið er upp á ýmsar nálganir. Námskeið eins og  WP-Grunnur, WP-Efnisstjórnu, WP-Síðusmiður sína svona það helsta sem í boði er.

 

WPSkólinn

Hægt er að greiða fyrir námskeið með millifærslu á reikning skólans 515-26-510609, kennitala 510609-0340.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband í síma 892 6262 eða með því að senda fyrirspurn sem nálgast má hér.

Scroll to top