Umsjón
Nýr starfsmaður, uppseting eða flutningur
Vantar þig aðstoð við að koma upp aðstöðu fyrir nýjan starfsmann s.s. sækja og setja saman borð, stól, tengja skjái? Ertu að færa til starfsmenn? Ég býð persónulega og sveigjanlega þjónustu sem einfaldar ferlið og tryggir að allt gangi hnökralaust. Þannig sparast tími og viðkomandi getur hafið störf strax með þægindum og öryggi.
Ég aðstoða einnig við uppsetningu og endurskipulagningu á annari vinnuaðstöðu. Hvort sem það eru skápar, skúffur, borð eða annað frá IKEA eða JYSK svo einhver séu nefnd er lögð áhersla á fagmennsku og snyrtilega framkvæmd.
Ef útbúa á fundarherbergi get ég sett upp sjónvarp, fjarfundarbúnað, tússtöflur og eða borð - Allt heftir þörfum hvers og eins.
Þegar flutningar standa fyrir dyrum get ég aðstoðað við að pakka niður, flytja og koma öllu í rétt horf á nýjum stað – á skilvirkan og öruggan hátt.
Hvort sem verkefnið er lítið eða stórt færðu lausn sem hentar þínum þörfum, með persónulegu viðmóti og áreiðanlegri þjónustu.
Sendu mér póst á ath@myoffice.is og við finnum tíma.
Fræðsla
M365 fræðsla - Word, Excel, Outlook, OneNote
Þegar nýr starfsmaður byrjar í starfi skiptir miklu máli að hann nái fljótt
tökum á þeim tólum sem notuð eru í daglegu starfi. Ég býð upp á hagnýta og markvissa fræðslu í Microsoft 365 sem gerir nýliðum kleift að verða fljótt öruggir og sjálfstæðir í vinnunni.
Fræðslan nær yfir helstu forritin – Word, Excel, Outlook og OneNote – þar sem farið er í undirstöðuatriði og algengar aðgerðir sem nýtast strax
í daglegum verkefnum. Þátttakendur læra meðal annars að vinna skilvirkt með skjöl, skipuleggja tölvupóst og dagatal, nýta töflureikna til að greina gögn og halda utan um upplýsingar á einfaldan hátt.
Kennslan er sniðin að þörfum hópsins og lögð er áhersla á að kenna á skýran og aðgengilegan hátt. Nýir starfsmenn fá þannig góða byrjun, læra
að nýta þau tæki sem fyrirtækið byggir á og auka framleiðni frá fyrsta degi.
Með faglegri, persónulegri fræðslu tryggjum við að starfið hefjist á réttum nótum – og að tæknin verði frekar lausn en hindrun.
Sendu mér póst á atli@tns.is og við finnum tíma.
Sjá má nánar þau námskeið sem í boði eru inn á https://tns.is/
