O365 kennsla og ráðgjöf

OneDrive & 4B

Með Microsoft OneDrive 4B gefst starfsmanni tækifæri að geyma gögn miðlægt, deila þeim með öðrum og nýta sér útgáfustjórnun. Sumt af þessu á sér stað Í bakgrunni eins og samstilling á breytingum, útgáfustýring og fleira.

Sem hluti af Office 365 áskrift getur viðkomandi því vistað gögn í OneDrive, unnið með þau frá mismunandi tækjum og deilt þeim með innri og ytri aðilum sé það heimilt.

Teams

Microsoft Teams er fyrir teymi einstaklinga sem saman mynda hóp sem vinnur saman, deilir gögnum og eða vill eiga samskipti sín á milli í gegnum spjallborð svo eitthvað sé nefnt.

Innan hvers teymis má setja upp fleiri en eina rás er endurspeglar skipulag, í kringum ákveðin verkefni eða fyrir sameiginleg áhugamál. Innan rása má halda fundi, vera með hóp-spjall og geymsla gagna ásamt tengingum við önnur kerfi/lausnir. Hægt er að eiga spjall við einstakling alveg eins og við hópa.

Form

Með Microsoft Form má útbúa kannanir, spurningar (próf?) og eða halda kosningu milli einstaklinga eða um ákveðin mál.

Microsoft Form er einstaklega notendavænt og þarfnast ekki neinnar forritunarkunnáttu en er á sama skapi mjög öflugur hugbúnaður fyrir áðurnefnd atriði. Til að mynda er hægt að senda MS Form með tölvupósti, hafa sem hlekk á vefsíðu og jafnvel verið virkjað með QR kóða.

Scroll to top